Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafnaði fyrsta tilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Mason Mount tafarlaust. Tilboðið hljóðaði upp á 40 milljónir punda.
Mount á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og þarf félagið því að selja hann í sumar eða janúar, ellegar eiga á hættu að missa hann á frjálsri sölu næsta sumar.
Samkvæmt Sky Sports er Man. United með ákveðna hámarksupphæð í huga sem félagið er reiðubúið að greiða fyrir Mount og hyggst ekki borga um of fyrir leikmann sem er á síðasta ári samnings síns.
Gangi kaup á Mount ekki eftir er Man. United með fleiri valkosti í huga, þar á meðal Ekvadorann Moisés Caicedo, miðjumann Brighton & Hove Albion.