Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ákvað að gefa ýmsu starfsfólki félagsins kaupaukann sem honum hlotnaðist fyrir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina í síðasta mánuði.
Guardiola hefur undanfarin ár lagt áherslu á mikilvægi hvers eins og einasta starfsmanns hjá félaginu þegar kemur að sigrum í keppnum.
Daily Mail greinir frá því að upphæðin nemi líkast til um 750.000 pundum, rúmlega 131 milljón íslenskra króna, og að Guardiola hafi dreift henni til jafns á meðal fjölda starfsfólks Man. City.
Þar er til að mynda um að ræða starfsfólk í öryggisgæslu, móttöku og á skrifstofu félagsins.