De Gea líklega á förum

David De Gea hefur líklega leikið sinn síðasta leik með …
David De Gea hefur líklega leikið sinn síðasta leik með Manchester United. AFP/Adrian Dennis

Spænski markvörðurinn David de Gea er líklega á förum frá enska knattspyrnufélaginu Manchester United, en samningur hans við félagið rennur út um mánaðamótin.

De Gea og United hafa um nokkurra mánaða skeið verið í viðræðum um nýjan samning, en án árangurs.

Daily Mail á Englandi greinir frá í dag að United sé ekki vongott um að sá spænski framlengi samning sinn við félagið.

Markvörðurinn hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu, þar sem Cristiano Ronaldo og Karim Benzema hafa skrifað undir risasamninga að undanförnu.

Á meðal markvarða sem félagið ku vera að skoða er Diogo Costa, markvörður Porto í Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka