Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker, bakvörður Manchester City, gæti verið á leiðinni til þýska stórveldisins Bayern München.
Samkvæmt SkySports í Þýskalandi metur Bayern nú stöðu Walkers hjá Manchester City.
Walker, sem er 33 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði City frá því hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham 2017. Hann hefur unnið fimm Englandsmeistaratitla hjá félaginu og vann nýverið þrennuna með Manchester-liðinu.
Hlutverk Walkers í liði City minnkaði á þessu tímabili eftir að Pep Guardiola, stjóri liðsins, breytti um kerfi. Samkvæmt þýska miðlinum er Bayern meðvitað um óánægju Walker með minni spilatíma og hafa stjórnarmenn rætt sín á milli um kaup á varnarmanninum.