Yfirgefur meistarana og fer til Leicester

Enzo Maresca tekur við Leicester.
Enzo Maresca tekur við Leicester. AFP

Ítalinn Enzo Maresca er á förum frá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City til að taka við starfi knattspyrnustjóra Leicester City sem á dögunum féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Maresca hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Manchester City í eitt ár en hann er 43 ára gamall og lék með Juventus og Sevilla. Hann var áður knattspyrnustjóri Parma á Ítalíu og stýrði liðinu í fjórtán leikjum árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert