Þjóðahátíðardagurinn er runninn upp og mikill fögnuður verður víða um land.
Fær íslenska þjóðin kveðjur og hamingjuóskir víða um heiminn á þjóðhátíðardeginum, en fyrir klukkutíma síðan kom ein úr nokkuð óvæntri átt.
Enska knattspyrnufélagið Leicester City, sem féll úr úrvalsdeild karla á nýliðinu tímabili, sendi Íslendingum hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni.
„Gleðilegan þjóðhátíðardag Ísland frá öllum hjá Leicester City. Við vonum að allir sem fagna deginum njóti hans til hins ýtrasta!“ segir Leicester í kveðju.