Frá Manchester United til Arsenal?

Alessia Russo er líklegast á leiðinni til Arsenal.
Alessia Russo er líklegast á leiðinni til Arsenal. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnukonan Alessia Russo er sögð vera á leiðinni til Arsenal þegar samningur hennar hjá Manchester United rennur út í sumar. 

Russo, sem er 24 ára gamall sóknarmaður, hefur spilað undanfarin þrjú ár með Manchester United. Á sínum tíma þar hefur Russo skorað 27 mörk í 59 leikjum. 

Manchester United vildi halda sóknarmanninum en náði ekki að sannfæra hana að vera áfram í Manchester-borg. Samkvæmt Skysports kom samningstilboð United sem Russo taldi sanngjarnt þegar aðeins vika var eftir af samningi framherjans og því of seint, þar sem hún var þá búin að ákveða að fara. 

Russo fæst því á frjálsri sölu í sumar en heimildir herma að fjöldi félaga um allan heim hafi áhuga á Englendingnum, en Arsenal er sagt lang líklegasti áfangastaðurinn.

Russo verður í eldlínunni með enska landsliðinu á heimsmeistarakeppninni í Ástralíu og Nýja Sjálandi sem hefst í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert