Gæti farið frá Arsenal í sumar

Thomas Partey, til vinstri, ásamt Eddie Nketiah.
Thomas Partey, til vinstri, ásamt Eddie Nketiah. AFP/Glyn Kirk

Ganverski knattspyrnumaðurinn Thomas Partey gæti verið á förum frá Arsenal í sumar. 

Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá en Partey er með samning í Norður-Lundúnum til sumarsins 2025. 

Það eru mörg félög sögð hafa áhuga á Ganverjanum og stjórnarmeðlimir félagsins hafa rætt um brotthvarf hans, og munu hlusta á tilboð í miðjumanninn. 

Partey gekk í raðir Arsenal sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður síðan. Meiðsli og mál utanvallar hafa samt sett strik í reikninginn hjá leikmanninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert