Liverpool fylgist með miðjumanni

Gabri Veiga ásamt Gavi, ungstirni Barcelona.
Gabri Veiga ásamt Gavi, ungstirni Barcelona. AFP/Miguel Riopa

Miðjumannsstaðan hjá Liverpool er helsta áhersla enska knattspyrnufélagsins þessa dagana. 

Liverpool er búið að sækja einn miðjumann nú þegar, argentínska heimsmeistarann Alexis Mac Allister. Nú leitar félagið að öðrum og ofarlega á óskalista þess er tvítugur Spánverji að nafni Gabri Veiga. 

Veiga átti stórgott tímabil með Celta Vigo á nýliðnu tímabili sem vakti áhuga margra stórliða, en Chelsea er einnig sagt vera að fylgjast með kappanum.

„Liverpool fylgist vel með Veiga en hefur ekki gert tilboð eins og er,“ sagði hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert