Enska knattspyrnufélagið Manchester United undirbýr nú 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton.
Frá þessu greina enskir miðlar en Englendingurinn er sagður vera efstur á óskalista Erik ten Hag, stjóra liðsins, yfir mögulega eftirmenn Spánverjans David de Gea, sem er sagður vera á förum frá félaginu.
Samkvæmt miðlunum metur ten Hag landsleikjareynslu Pickford mikið, en hann hefur verið landsliðsmarkvörður Englands í nokkur ár.
Everton er sagt vera með stærsta launakostnað allra félaga, að aðskildum „topp sex liðunum“, en það hefur ekki skilað sér á vellinum síðustu ár. Everton-menn eru sagðir vilja rétta úr kútnum og gætu verið tilbúnir að selja landsliðsmarkvörðinn í sumar.