Portúgalinn Rúben Neves er á leiðinni frá enska knattspyrnufélaginu Wolves til Al Hilal í Sádi-Arabíu á 47 milljónir punda, eða um 8 milljarða íslenskra króna.
Félögin hafa náð samkomulagi um verðmiðann og ekki er búist við því að samkomulag við leikmanninn verði vandamál.
Neves, sem er með samning hjá Wolves til næsta sumars, hefur verið lykilmaður í liði Wolves frá því að hann kom til félagsins frá Porto 2017. Hann hefur spilað 253 leiki fyrir félagið en stórveldi á borð við Barcelona, Manchester United og Arsenal hafa verið orðuð við Portúgalann í gegnum tíðina.