Með galið tilboð frá Sádi-Arabíu

Evrópumeistarinn Bernardo Silva er me'ð galið tilboð frá Sádi-Arabíu.
Evrópumeistarinn Bernardo Silva er me'ð galið tilboð frá Sádi-Arabíu. AFP/Franck Fife

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bernardo Silva, miðjumaður Manchester City, er með galið tilboð frá Sádi-Arabíu. 

Bernardo Silva er sagður vera í fararhug frá Manchester City en hann vann nýverið þrennuna með enska félaginu. París SG og Barcelona hafa meðal annars verið orðuð við Portúgalann, sem er sagður vilja helst halda sér í Evrópu. 

Samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hefur Jorge Mendes, umboðsmaður Silva, rætt við félög í Sádi-Arabíu og munu þeir hlusta á öll tilboð í leikmanninn, þrátt fyrir að hann vilji helst vera áfram í Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka