Enska knattspyrnufélagið Bournemouth hefur sagt skilið við stjóra sinn Gary O'Neil, þrátt fyrir að hann hafi haldið liðinu uppi.
O'Neil hélt Bournemouth uppi með glæsibrag á nýliðnu tímabili en liðið endaði í 15. sæti með 39 stig. Þrátt fyrir það hafa stjórnarmenn félagsins ákveðið að reka stjórann.
Eigandi félagsins útskýrði ákvörðunina. „Afrek Gary á síðasta tímabili er eitthvað sem ég mun alltaf vera þakklátur fyrir. Þetta var erfið ákvörðun en hún var tekin með mikilli yfirvegun til að staðsetja okkur sem best fyrir komandi leiktíð.
Sem félag höfum við sett áætlanir um langtímaárangur. Gary mun eiga langan feril sem knattspyrnustjóri, en við teljum á þessari stundu að breyting sé það besta fyrir félagið. Ég vil þakka Gary og óska honum alls hins besta í framtíðinni.“