Knattspyrnumaðurinn Luke Shaw, bakvörður Manchester United, reynir að fá ensku landsliðsfélaga sína Harry Kane, leikmann Tottenham, og Declan Rice, leikmann West Ham, til Manchester-liðsins.
Enska landsliðið æfir nú í Manchester-borg en Luke Shaw setti mynd á Instagram af honum með Kane og Rice á Carrington-æfingasvæðinu.
Á blaðamannafundi fyrir leik Englands og Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2024 var Shaw spurður út í Instagram-myndina, þar sem hann viðurkenndi að hann myndi að sjálfsögu „elska það að fá þá til United. Ég ætla ekkert að ljúga því. Ég er að segja þeim hversu frábært það er að vera hjá Manchester United.
Þeir eru báðir leikmenn í heimsklassa sem myndu bæta lið okkar verulega mikið. Þeir hafa verið hér undanfarna daga og vonandi geta þeir vanist þessu!“ Sagði Shaw léttur.
England mætir Norður-Makedóníu klukkan 19:45 á Old Trafford í kvöld.