Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola skaut föstum skotum að belgíska framherjanum Romelu Lukaku.
Guardiola sem og lið hans Manchester City unnu Meistaradeild Evrópu um daginn með 1:0-sigri á Inter Mílanó. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Spánverjans hjá félaginu á sínu áttunda ári sem stjóri liðsins.
Hann var spurður af blaðamönnum í Barcelona út í Xavi, stjóra Barcelona, en Börsungum hefur gengið afleitlega í Meistaradeildinni síðastliðin tvö ár. Guardiola svaraði einfaldlega „Gefið Xavi smá tíma. Það tók okkur hjá City átta ár að vinna Meistaradeildina.
Ég er Evrópumeistari vegna þess að framherji klúðraði fríu skallafæri af þriggja metra fjarlægð,“ sagði Guardiola en Lukaku klúðraði dauðafæri undir lok leiksins til að jafna metin.