Knattspyrnustjóri félags í ensku úrvalsdeildinni hefur verið sakaður um nauðgun á táningsstúlku.
Atvikið er sagt hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum þegar stúlkan sótti um starf þar sem stjórinn vann einu sinni.
Sagt er að stjóri úrvalsdeildarfélagsins hafi mætt sjálfsviljugur ásamt lögfræðingi sínum á lögreglustöð á mánudaginn í síðustu viku. Þar var hann yfirheyrður en ekki handtekinn. Stjórinn neitar öllum ásökunum.
Lögreglan vinnur nú að frekari rannsóknum áður en ákvörðun verður tekin um hvort ákæra skuli stjórann eða ekki aðhafast frekar.