Enska knattspyrnufélagið Manchester United er á eftir frönskum miðverði Mónakó, Axel Disasi.
Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá en Disasi er efstur á óskalista United ef Suður-Kóreumaðurinn Kim Min-jae, varnarmaður Napolí, fer til Bayern München, sem allar líkur eru á.
Disasi er 25 ára gamall miðvörður sem á að baki fjóra landsleiki fyrir franska landsliðið. Hann hefur verið lykilmaður og varafyrirliði Mónakó frá því hann gekk í raðir félagsins árið 2020. Fyrir það lék hann hjá Reims.