Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford verður launahæsti leikmaður Manchester United á næstu vikum.
Leikmaðurinn og félagið vinna nú að nýjum langtímasamningi en Rashford hefur verið lykilmaður í liði United síðustu ár, og var nýliðin leiktíð hans besta hjá félaginu.
Samkvæmt miðlum á Englandi mun Rashford fá samning upp á 375.000 pund á viku. David de Gea, markvörður liðsins, er á 400.000 pundum á vikum en samningur hans rennur út í sumar. Annaðhvort skrifar hann undir samning með launalækkun eða fer frá félaginu.
Rashford er sagður vera mjög sáttur með Erik ten Hag, hollenska knattspyrnustjóra liðsins, sem er lykilatriði í ákvörðun leikmannsins.