Arsenal fer hamförum

Mikel Arteta er á eftir fjórum leikmönnum.
Mikel Arteta er á eftir fjórum leikmönnum. AFP/Glyn Kirk

Það er brjálað að gera hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal um þessar mundir en félagið er komið langt með að tryggja sér fjóra nýja leikmenn. 

Fyrst og fremst er Arsenal á eftir Declan Rice, miðjumanni West Ham, en félagið er við það að gera nýtt 100 milljóna punda tilboð í Englendinginn. 

Arsenal er einnig á eftir Þjóðverjanum Kai Havertz, sóknarmanni Chelsea, en samkvæmt enskum miðlum hefur Norður-Lundúnafélagið gert nýtt 60 milljóna punda tilboð í hann. 

Hollenski miðvörðurinn Jurriën Timber, leikmaður Ajax, er ofarlega á óskalista félagsins, en hinn áreiðanlegi David Ornstein greindi frá áhuga Arsenal á leikmanninum í gær. 

Að lokum er Arsenal komið langt í viðræðum um að kaup á Belganum Roméo Lavia, miðjumanni Southampton, en á þá félagið eftir að gera tilboð í þennan fyrrverandi leikmann Manchester City. 

Það sem er kannski mikilvægast í þessu öllu saman er að samkvæmt helstu blaðamönnum Evrópu vilja leikmennirnir fjórir helst spila fyrir Arsenal, og því er ekki mikil mótspyrna frá öðrum félögum, í bili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert