Loks orðinn leikmaður Chelsea

Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea.
Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. AFP/Odd Andersen

Franski knattspyrnumaðurinn Christopher Nkunku er loks orðinn leikmaður Chelsea, en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig á 52 milljónir punda. 

Nkunku skrifar undir sex ára samning hjá Chelsea en hann hefur verið lykilmaður í liði Leipzig síðustu ár. Á nýliðnu tímabili skoraði hann sextán mörk og lagði upp önnur sex í 25 deildarleikjum. 

Nkunku gengur formlega í raðir félagsins fyrsta júlí, en það var í dag sem Chelsea tilkynnti komu hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert