Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gert nýtt 60 milljóna punda tilboð í Þjóðverjann Kai Havertz, leikmann Chelsea.
Frá þessu greina enskir miðlar en Kai Havertz hefur verið efstur á óskalista Arsenal ásamt Declan Rice í sumar.
Tilboðið er sagt vera munnlegt, og kemur eftir að fyrsta tilboð félagsins upp á 45 milljónir punda var hafnað.
Chelsea fékk Havertz, sem á tvö ár eftir af samningi sínum, frá Bayer Leverkusen árið 2020 fyrir 75 milljónir punda.