Arsenal nær samkomulagi við Chelsea

Kai Havertz er að skipta um félag í Lundúnum.
Kai Havertz er að skipta um félag í Lundúnum. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Arsenal hafa náð samkomulagi við Chelsea um kaup fyrrnefnda félagsins á þýska sóknarmanninum Kai Havertz.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en kaupverðið er talið vera í kringum 65 milljónir punda.

Havertz, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea sumarið 2020 frá uppeldisfélagi sínu Bayer Leverkusen en Chelsea borgaði 62 milljónir punda fyrir hann.

Alls á hann að baki 139 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 32 mörk og lagt upp önnur 15 fyrir liðsfélaga sína. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Þýskaland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert