Höfnuðu stóru tilboði frá Manchester United

Mason Mount er á förum frá Chelsea.
Mason Mount er á förum frá Chelsea. AFP/Justin Tallis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea höfnuðu öðru tilboði Manchester United í enska miðjumanninn Mason Mount á dögunum.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda.

Mount, sem er 24 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við United undanfarnar vikur en samningur hans við Chelsea rennur út næsta sumar.

Mount er uppalinn hjá Chelsea og á að baki 195 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 33 mörk.

Chelsea vill fá í kringum 60 milljónir punda fyrir hann og því ekki langt á milli liðanna en talið er næsta víst að Mount yfirgefi Stamford Bridge í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert