Newcastle býður 55 milljónir punda

Sandro Tonali, til hægri, í leik AC Milan og Inter …
Sandro Tonali, til hægri, í leik AC Milan og Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. AFP/Gabriel Bouys

Ríkir eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United eru búnir að taka upp veskið og gera tilboð í ítalska landsliðsmanninn Sandro Tonali hjá AC Milan.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hljóðar tilboðið upp á 55 milljónir punda.

Tonali er 23 ára gamall varnartengiliður sem kom til AC Milan frá Brescia fyrir rúmum tveimur árum og hefur spilað 95 A-deildarleiki fyrir félagið. Þá hefur hann spilað 14 landsleiki fyrir Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert