Yfirgefur Bítlaborgina

Tom Davies í leik með Everton.
Tom Davies í leik með Everton. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Tom Davies, miðjumaður Everton, hefur hafnað samningstilboði uppeldisfélagsins og rær því á önnur mið í sumar.

Hinn 24 ára gamli Davies hefur verið á mála hjá Everton frá 11 ára aldri og hefur ákveðið að yfirgefa Bítlaborgina Liverpool, þar sem hann er fæddur, með það fyrir augum að spila meira.

Hefur hann aðeins byrjað sex leiki í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil.

Samningur Davies rennur út í lok mánaðarins og þá er honum frjálst að ganga til liðs við annað félag.

Árið 2018 varð Davies yngsti fyrirliði í sögu Everton þegar hann var með bandið í leik liðsins gegn Rotherham United í enska deildabikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert