Portúgalinn ungi Fábio Carvalho er á leiðinni til þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig á eins árs lánssamningi frá Liverpool.
Frá þessu greinir hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano en samkomulag er komið í höfn og gengið verður frá samningum í næstu viku.
Það er ekkert ákvæði um kaup á leikmanninum í lánssamningnum en Jürgen Klopp og forráðamenn félagsins taka það ekki til greina að selja Portúgalann, sem er í framtíðarplönum Liverpool.