Æfir í fyrsta sinn frá handtökunni

Mason Greenwood fyrir utan réttarsalinn í Manchester í nóvember á …
Mason Greenwood fyrir utan réttarsalinn í Manchester í nóvember á síðasta ári. AFP/Lindsey Parnaby

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, sást í fyrsta skipti í 18 mánuði á æfingasvæði í vikunni. 

Það er The Sun sem greinir frá en leikmaðurinn er farinn að æfa aftur með einkaþjálfara á knattspyrnuæfingasvæði. 

Greenwood, sem er 21 árs sókn­ar­maður, hef­ur ekki spilað fyr­ir Man. United síðan hann var hand­tek­inn í janú­ar á síðasta ári, grunaður um til­raun til nauðgun­ar, lík­ams­árás og þving­andi hegðun gagn­vart kær­ustu sinni.

Fyr­ir nokkr­um mánuðum var málið látið niður falla en Greenwood er enn í banni hjá fé­lag­inu á meðan það fram­kvæm­ir eig­in rann­sókn á mál­inu.

Ekki er vitað hvort Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ætlar að taka leikmanninn aftur inn í aðalliðið frá og með næstu leiktíð eða ekki en hann er allavega farinn að æfa á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert