Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, sást í fyrsta skipti í 18 mánuði á æfingasvæði í vikunni.
Það er The Sun sem greinir frá en leikmaðurinn er farinn að æfa aftur með einkaþjálfara á knattspyrnuæfingasvæði.
Greenwood, sem er 21 árs sóknarmaður, hefur ekki spilað fyrir Man. United síðan hann var handtekinn í janúar á síðasta ári, grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingandi hegðun gagnvart kærustu sinni.
Fyrir nokkrum mánuðum var málið látið niður falla en Greenwood er enn í banni hjá félaginu á meðan það framkvæmir eigin rannsókn á málinu.
Ekki er vitað hvort Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ætlar að taka leikmanninn aftur inn í aðalliðið frá og með næstu leiktíð eða ekki en hann er allavega farinn að æfa á ný.
Mason Greenwood is seen on a pitch for the first time since his arrest last year. [Sun] #mufc pic.twitter.com/sNZQdyJGTf
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) June 22, 2023