Eltihrellirinn Orla Sloan hefur verið dæmd í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi en auk þess mun hún sinna 200 klukkustunda samfélagsskyldu.
Sloan, sem er 21 árs Breti, var fundin sek um að áreita ensku knattspyrnumennina Mason Mount, Billy Gilmour og Ben Chilwell, núverandi og fyrrverandi leikmenn Chelsea.
Sloan hafði áður viðurkennt að hafa elt Mason Mount í meira en fjóra mánuði, en þau sváfu saman eftir að hafa hist í veislu hjá Ben Chilwell.
Þau héldu síðar áfram sambandi í um það bil sex mánuði, en síðar sleit Mount sambandinu við Sloan, en hún hélt áfram að senda honum gróf skilaboð.
Sloan verður gert að greiða Mount og Chilwell 300 pund. Þá er henni gert að greiða Gilmour 500 pund.