Senegalski knattspyrnumaðurinn Nicolas Jackson er á leiðinni til Chelsea frá Villarreal á 30 milljónir punda.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun.
Jackson er 22 ára gamall framherji sem skoraði 13 mörk og lagði upp önnur fimm í 38 leikjum á tímabilinu með Villarreal. Þá skoraði hann níu mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins.
Excl: Chelsea have finally reached full agreement to sign Nicolas Jackson, here we go! 🚨🔵🇸🇳 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 23, 2023
Understand Villarreal accepted Chelsea to pay just bit more than €35m release clause but better payment terms using installments.
Medical being scheduled, personal terms agreed. pic.twitter.com/5fXQvWXIEf