Framherjinn fer til Chelsea

Nicolas Jackson er á leiðinni til Chelsea.
Nicolas Jackson er á leiðinni til Chelsea. AFP/Jose Jordan

Senegalski knattspyrnumaðurinn Nicolas Jackson er á leiðinni til Chelsea frá Villarreal á 30 milljónir punda. 

Frá þessu greinir Fabrizio Romano en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun. 

Jackson er 22 ára gamall framherji sem skoraði 13 mörk og lagði upp önnur fimm í 38 leikjum á tímabilinu með Villarreal. Þá skoraði hann níu mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert