Skoski knattspyrnumaðurinn John McGinn hefur skrifað undir nýjan samning við Aston Villa til ársins 2027.
McGinn, sem er fyrirliði Villa, gekk í raðir félagsins árið 2018 frá skoska félaginu Hibernian en síðan þá hefur hann verið lykilmaður og leikið 184 leiki og skorað 17 mörk.
Skotinn tók við bandinu síðasta sumar og lék 36 leiki fyrir Aston Villa í deild og bikar, en Villa-liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar og tekur þátt í Sambandsdeild Evrópu á komandi tímabili.