Jóhann fær nýjan liðsfélaga

Dara O'Shea við undirskriftina í dag.
Dara O'Shea við undirskriftina í dag. Ljósmynd/@BurnleyOfficial

Nýliðar Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa fest kaup á írska landsliðsmanninum Dara O’Shea. Kemur hann frá West Bromwich Albion og skrifaði undir fjögurra ára samning.

Kaupverðið er sjö milljónir punda.

O’Shea er 24 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst stöðu bakvarðar.

Hann á 19 A-landsleiki að baki fyrir Írlands hönd og hefur verið á mála hjá West Bromwich Albion undanfarin átta ár, þar sem O’Shea hefur leikið fyrir aðalliðið undanfarið þrjú og hálft ár.

Burnley vann ensku B-deildina örugglega og leikur því í úrvalsdeildinni að nýju á næsta tímabili.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið á mála hjá Burnley frá árinu 2016 og verður næsta tímabil hans áttunda hjá félaginu.

Skondið tilkynningarmyndband Burnley í tilefni af félagaskiptum O'Shea má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert