Enska knattspyrnufélagið Manchester United undirbýr nú þriðja tilboð félagsins sem nemur um tíu milljörðum króna í enska miðjumanninn Mason Mount frá Chelsea.
Chelsea hefur hafnað fyrstu tveimur tilboðum Manchester-félagsins í Mount en síðasta hljóðaði upp á 50 milljónir punda.
Það virðist sem svo að Manchester United sé nú tilbúið að fallast á kröfur Chelsea en samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano má búast við nýju 60/65 milljóna punda tilboði, sem er það sem Chelsea vill, mjög fljótlega.
Mount er uppalinn hjá Chelsea og á að baki 195 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 33 mörk.