Nýtt 10 milljarða tilboð á leiðinni

Það stefnir allt í að Mason Mount verði leikmaður Manchester …
Það stefnir allt í að Mason Mount verði leikmaður Manchester United. AFP/Justin Tallis

Enska knattspyrnufélagið Manchester United undirbýr nú þriðja tilboð félagsins sem nemur um tíu milljörðum króna í enska miðjumanninn Mason Mount frá Chelsea. 

Chelsea hefur hafnað fyrstu tveimur tilboðum Manchester-félagsins í Mount en síðasta hljóðaði upp á 50 millj­ón­ir punda. 

Það virðist sem svo að Manchester United sé nú tilbúið að fallast á kröfur Chelsea en samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano má búast við nýju 60/65 milljóna punda tilboði, sem er það sem Chelsea vill, mjög fljótlega.

Mount er upp­al­inn hjá Chel­sea og á að baki 195 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 33 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert