Gat ekki annað en haldið með Liverpool

Luis Suárez lék með Liverpool frá 2011 til ársins 2014.
Luis Suárez lék með Liverpool frá 2011 til ársins 2014. AFP/Lindsay Parnaby

Luis Suárez íhugar nú að leggja skóna á hilluna en hann hefur verið að glíma við stöðugan sársauka í hnénu sem fer bara versnandi.

Þetta tel ég vera mikið sorgarefni en Suárez er einn af mínum allra mest uppáhaldsknattspyrnumönnum, kannski á eftir Lionel Messi.

Þegar ég byrjaði að fylgjast almennilega með fótbolta, haustið 2013, þá 11 ára gamall, var Suárez að gera hluti hjá Liverpool sem ég skildi ekki, en mörk hans, tilþrif og stoðsendingar voru í allt öðrum klassa en það sem maður sér í dag.

Þrátt fyrir að ég sé enginn Poolari gat maður ekki annað en haldið með Liverpool-liðinu í titilbaráttunni það ár, en Manchester City vann að lokum með naumindum, sem gerði mig mjög sorgmæddan.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka