Of dýr fyrir Manchester United

Mason Mount verður samningslaus sumarið 2024.
Mason Mount verður samningslaus sumarið 2024. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnulandsliðsmaðurinn Mason Mount, leikmaður Chelsea, er talinn vera of dýr af forráðarmönnum Manchester United. 

Frá þessu greina breskir miðlar en Chelsea hefur núþegar hafnað þremur tilboðum Manchester-félagsins í Englendinginn. Síðasta tilboð United hljóðaði upp á 55 milljónir punda en það er það mesti sem United myndi borga fyrir Englendinginn. 

United virðist nú ætla að huga að öðrum leikmönnum en félagið er sagt nú beita allri sinni einbeitingu að Ekvadoranum Moises Caicedo, miðjumanni Brighton, sem Chelsea hefur verið að eltast við undanfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka