Þriðja tilboðinu hafnað – gefst United upp?

Mason Mount í leik með Chelsea gegn Manchester United.
Mason Mount í leik með Chelsea gegn Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafnaði í gær þriðja tilboði Manchester United í enska miðjumanninn Mason Mount.

Tilboðið hljóðaði upp á 55 milljónir punda en fyrri tilboð námu um 50 milljónum og 40 milljónum.

BBC Sport greinir frá því að forsvarsmenn Man. United væru búnir að vara forsvarsmenn Chelsea við því að félagið myndi segja sig frá viðræðum ef nýjasta tilboði þess yrði hafnað, sem Chelsea hefur gert.

Chelsea vill fá allt að 65 milljónir punda fyrir Mount, sem Man. United þykir heldur vel í lagt þar sem enski landsliðsmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá uppeldisfélaginu.

Chelsea hefur tjáð Man. United að félagið sé reiðubúið að halda viðræðum áfram með það fyrir augum að finna lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka