Yrði dýrasti varnarmaður sögunnar

Króatinn Josko Gvardiol.
Króatinn Josko Gvardiol. AFP/Christof Stache

Króatinn Josko Gvardiol, leikmaður RB Leipzig, hefur samið um kaup og kjör við enska knattspyrnufélagið Manchester City.

City leitar nú að nýjum miðverði en Gvardiol, sem er aðeins 21 árs gamall, er einn efnilegasti varnarmaður heims. 

Til þess að tryggja sér þjónustu leikmannsins myndi City þurfa að greiða yfir 100 milljónir evra sem myndi gera Króatann að dýrasta varnarmanni sögunnar, en City mun fljótlega ræða við RB Leipzig samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka