Ég er elskaður hjá Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Oli Scarff

Spánverjinn Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska félagsins Arsenal, hefur gert lítið úr fréttum sem segja að hann sé í viðræðum um að taka við stjórastöðu París SG.

„Ég get bara sagt að ég sé ánægður hjá Arsenal,“ sagði Arteta í samtali við Marca. „Mér finnst ég vera elskaður hér, vel metinn af eigendum okkar, Stan og Josh Kroenke, og ég hef mikið að gera hjá þessu félagi.

Ég er ánægður og gríðarlega þakklátur að vera hjá Arsenal,“ sagði knattspyrnustjórinn en greint var frá því að Parísarliðið vildi fá Arteta sem eftirmann Christophe Galtier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka