Enska knattspyrnufélagið Liverpool er komið langt með að festa kaup á franska miðjumanninum Khéphren Thuram, leikmanni Nice.
Þar segir að viðræður séu í gangi og að Thuram vilji gjarna ganga til liðs við Liverpool, sem vinni nú hörðum höndum að því að ná samkomulagi við Nice.
Thuram er 22 ára gamall, stór og stæðilegur miðjumaður sem lék 48 leiki fyrir Nice í öllum keppnum á nýafstöðnu tímabil og skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp önnur átta.
Um þessar mundir er hann með franska U21-árs landsliðinu á EM 2023 í Rúmeníu og Georgíu.