Það særir mig enn

Mikel Arteta viðurkennir að liðið þurfi að styrkja sig.
Mikel Arteta viðurkennir að liðið þurfi að styrkja sig. AFP/Paul Ellis

Spánverjinn Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkenndi að lið hans þurfi að styrkja sig fyrir komandi átök á næsta tímabili. 

Arsenal endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili þar sem Manchester City varð meistari en Arsenal-liðið var á toppi deildarinnar mest allt tímabilið. 

„Næsta tímabil verður það erfiðasta í sögu úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta í samtali við BBC. 

„Af hverju segi ég það? Því það var það líka á síðasta tímabili. Ég hef verið hér á Englandi í 22 ár og ég hef aldrei séð svona hátt keppnisstig. Það eru svo mikil gæði, skipulag, fjármagn og svo margir góðir þjálfarar í deildinni í dag. Til þess að vinna úrvalsdeildina þarftu að vera bestur, þess vegnum verðum við að styrkja okkur,“ bætti Arteta við. 

Særir enn

Arteta segir að það „særir enn“ að hafi ekki unnið ensku úrvalsdeildina. „Enn þann dag í dag særir það mig innst inni að hafa ekki unnið úrvalsdeildina í tíu mánaða baráttu við City. 

Það voru þrjú til fjögur meiðsli hjá mikilvægum leikmönnum í okkar liði og þá varð verkefnið erfitt. Þegar við vorum með heilt lið vorum við stöðugir, en um leið og vandamál komu dugði það okkur ekki. 

Andstæðingur okkar var og er besta lið í heimi með besta þjálfara í heimi,“ sagði Arteta að lokum. 

Pep Guardiola er besti stjóri heims að mati Arteta.
Pep Guardiola er besti stjóri heims að mati Arteta. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka