Robbie Keane, fyrrverandi leikmaður með m.a. Tottenham, Liverpool og Leeds hefur verið ráðinn þjálfari ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv.
Keane, sem verður 43 ára í næsta mánuði, lék tæpa 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðast með Aston Villa tímabilið 2011-12. Hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari undanfarin ár, síðast með Leeds United en áður með Middlesbrough og írska landsliðinu. Keane lék sjálfur 146 landsleiki fyrir Írland og skoraði 68 mörk, en þar er hann bæði leikja- og markahæstur frá upphafi.