Nýtt tilboð frá Arsenal

Jurrien Timber í leik með hollenska landsliðinu.
Jurrien Timber í leik með hollenska landsliðinu. AFP/Kenzo Tribouillard

Arsenal sækir fast að fá hollenska knattspyrnumanninn Jurrien Timber í sínar raðir þó Ajax hafi hafnað tilboði enska félagsins.

Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano hefur Arsenal gert Ajax nýtt tilboð og  viðræður eru í gangi, en Ajax hafnaði fyrsta boðinu sem hljóðaði upp á 30 milljónir punda.

Þá segir Romano að Arsenal hafi þegar komist að samkomulagi við Timber um fimm ára samning.

Timber er 22 ára gamall varnarmaður sem á að baki 121 leik með Ajax og 15 landsleliki fyrir Hollands hönd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka