Ræðir um framtíð sína við félagið

Florian Balogun í landsleik með Banaríkjunum.
Florian Balogun í landsleik með Banaríkjunum. AFP/Getty Images/Louis Grasse

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Folarin Balogun ræðir við forráðamenn Arsenal um framtíð framherjans hjá enska félaginu. 

Balogun, sem er uppalinn hjá Arsenal, lék afar vel með franska 1. deildarfélaginu Reims en þar skoraði hann 21 mark. Var leikmaðurinn þá á láni frá Arsenal. 

Framherjinn vill fá stöðugan leiktíma á næsta tímabili og samkvæmt SkySports vill Balogun fara frá Arsenal, sem getur ekki lofað honum stöðugum leiktíma. 

Norður-Lundúnafélagið metur leikmanninn á 50 milljónir punda, en hann á eftir tvö ár af samningi sínum hjá Arsenal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka