Tekur við frægu númeri hjá Liverpool

Lúis Díaz er næsta sjöa Liverpool.
Lúis Díaz er næsta sjöa Liverpool. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest að það verði Luís Díaz sem fái hina frægu treyju félagsins númer sjö sem James Milner hefur haft til umráða undanfarin ár.

Milner er farinn til Brighton eftir farsælan feril hjá Liverpool en nokkrar af stærstu stjörnum félagsins hafa klæðst treyju númer sjö. Þar ber hæst þá Kenny Dalglish, Ian Callaghan og Kevin Keegan, og á eftir þeim Steve McManaman og Luis Suárez.

Þá mun Darwin Núnez fá treyju Roberto Firmino, númer 9, og Alexis Mac Allister  fær treyju númer 10 sem Sadio Mané klæddist um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka