Barcelona og Manchester City skýrðu bæði frá því í morgun að þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan myndi ganga til liðs við Barcelona um mánaðamótin þegar samningur hans við enska félagið rennur út.
Gündogan kveður því City eftir sjö ára dvöl þar sem hann varði fimm sinnum enskur meistari með félaginu og Evrópumeistari í vor, ásamt því að vinna enska bikarinn tvisvar og deildabikarinn fjórum sinnum.
Hann skoraði 44 mörk í 188 leikjum fyrir City í ensku úrvalsdeildinni og samtals 60 mörk í 304 mótsleikjum og var í algjöru lykilhlutverki í vetur þegar félagið vann þrennuna eftirsóttu, ensku deildina, enska bikarinn og Evrópumeistaratitilinn.
Gündogan, sem er 32 ára, semur við Barcleona til tveggja ára og í samningnum er klásúla um að annað félag þurfi að greiða 400 milljón evrur til að fá hann lausan.