Vonast eftir Firmino fyrir helgina

Robert Firmino kvaddi stuðningsfólk Liverpool í vor.
Robert Firmino kvaddi stuðningsfólk Liverpool í vor. AFP/Peter Powell

Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, er í viðræðum við sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Ahli.

Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano en samkvæmt honum eru viðræðurnar í gangi, félagið bíður eftir endanlegu svari leikmannsins og vonast eftir því að geta gengið frá málinu í þessari viku þannig að læknisskoðun geti farið fram fyrir næstu helgi.

Romano segir að félagið hafi boðið Firmino þriggja ára samning, eða til sumarsins 2026.

Samningur Firmino rennur út um komandi mánaðamót en hann tilkynnti síðla vetrar að hann myndi ekki semja að nýju við Liverpool. Firmino er 31 árs framherji og hefur skorað 82 mörk í 256 leikjum fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni frá því hann kom til félagsins frá Hoffenheim í Þýskalandi fyrir átta árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka