Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Leeds United hafa mikinn áhuga á varnarmanninnum Nathaniel Phillips.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Phillips, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool undanfarin ár og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn er samningsbundinn Liverpool út keppnistímabilið 2024-25 en alls á hann að baki 29 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
Liverpool er opið fyrir því að selja leikmanninn í sumar en vill fá í kringum 10 milljónir punda fyrir hann.