Höfnuðu himinháu tilboði City

Declan Rice í leik með enska landsliðinu.
Declan Rice í leik með enska landsliðinu. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur hafnað tilboði þrefaldra meistara Manchester City í enska miðjumanninn Declan Rice.

BBC Sport greinir frá því að tilboðið hafi hljóðað upp á 90 milljónir punda, þar af 80 milljónir í beingreiðslu og tíu milljónir til viðbótar að ýmsum ákvæðum uppfylltum.

West Ham vill hins vegar fá 100 milljónir punda fyrir miðjumanninn öfluga.

Arsenal er einnig áhugasamt og höfnuðu Hamrarnir 90 milljóna punda félagsins í síðustu viku. Uppsetningin á því tilboði var þannig að Skytturnar hugðust greiða 75 milljónir í fjórum hlutum og 15 milljónir að ýmsum ákvæðum uppfylltum.

Talið er að bæði lið muni leggja fram ný tilboð í Rice á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka