Ítali í markið hjá Tottenham

Guglielmo Vicario með treyju Tottenham í dag.
Guglielmo Vicario með treyju Tottenham í dag. Ljósmynd/Tottenham

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur staðfesti nú síðdegis kaup á ítalska markverðinum Guglielmo Vicario frá Empoli.

Hann hefur samið við Tottenham til ársins 2028.

Vicario er 26 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Empoli í A-deildinni undanfarin tvö ár. Áður lék hann með Cagliari í deildinni, og með Perugia og Venezia í B-deildinni næstu ár þar á undan.

Vicario var kallaður inn í A-landsliðshóp Ítala síðasta haust og var þá í hópi landsliðsins gegn Englandi og Ungverjalandi í Þjóðadeildinni en hefur ekki spilað landsleik enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka