Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni eru tilbúnir að selja úrúgvæska miðjumanninn Federico Valverde til Liverpool.
Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en Liverpool lagði fram tilboð í leikmanninn sem hljóðaði upp á 51 milljón punda á dögunum.
Því tilboði var umsvifalaust hafnað en forráðamenn Real Madrid eru sagðir vera búnir að skipta um skoðun, meðal annars vegna þess að þá vantar fjármagn til þess að kaupa nýja leikmenn.
Kylian Mbappé, sóknarmaður París SG, er sagður efstur á óskalista Real Madrid en hann tilkynnti það á dögunum að hann myndi ekki framlengja samning sinn við franska félagið. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.
Real Madrid er tilbúið að gera allt til þess að krækja í Mbappé og eru því tilbúnir að selja Valverde til Liverpool fyrir 75 milljónir punda.