United dró samningstilboðið til baka

David de Gea er að öllum líkindum á förum frá …
David de Gea er að öllum líkindum á förum frá Manchester United. AFP/Adrian Dennis

Það bendir allt til þess að David de Gea, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út um mánaðarmótin.

The Athletic greinir frá því að United hafi upphaflega boðið de Gea nýjan samning sem fól í sér umtalsverða launalækkun og skrifaði spænski markvörðurinn undir þann samning.

Forráðamenn félagsins hættu hins vegar við og eiga að hafa boðið honum annan samning, sem innihélt mun meiri launalækkun, sem de Gea hefur ekki viljað skrifa undir.

Markvörðurinn, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við United frá Atlético Madrid sumarið 2011 fyrir tæplega 19 milljónir punda. Hann á að baki 545 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka